Fékk fjölda verðlauna fyrir námsárangur

Frá brautskráningunni í Fjölbraut í Garðabæ í gær.
Frá brautskráningunni í Fjölbraut í Garðabæ í gær. Ljósmynd Gunnar Hólmsteinn

Anna Lilja Atladóttir er dúx Fjölbautaskólans í Garðabæ en í gær fór fram fyrsta brautskráningin í nýju 3ja anna kerfi skólans. Anna Lilja er nemandi á alþjóðabraut og var hún með 9.3 í meðaleinkunn. Hún fékk fjölda annarra verðlauna fyrir afburða frammistöðu í einstökum greinum.

Anna Lilja Atladóttir er dúx Fjölbautaskólans í Garðabæ. Hér er …
Anna Lilja Atladóttir er dúx Fjölbautaskólans í Garðabæ. Hér er hún með skólameistara FG, Kristni Þorsteinssyni. Ljósmynd Gunnar Hólmsteinn

Af  þeim 45 sem útskrifuðust voru 13 af listnámsbrautum, 12 af  alþjóðabrautum, 8 af  félagsvísindabraut, 5 af íþróttabraut, 3 af náttúrufræðibraut, þrír af viðskiptabraut og einn af hönnunar og markaðsbraut. Einn nemandi lauk námi af náttúrufræði og listnámsbraut.

Sérstök samfélagsverðlaun FG hlaut Davíð Elí Heimisson, en hann þótt skara fram úr í samskiptum og viðmóti gagnvart nemendum, kennurum og starfsmönnum skólans.

Davíð Elí Heimisson og Kristinn Þorsteinsson.
Davíð Elí Heimisson og Kristinn Þorsteinsson. Ljósmynd Gunnar Hólmsteinn

Í ræðu sinni fór skólameistarinn, Kristinn Þorsteinsson, yfir þær breytingar sem átt hafa sér stað á skólastarfinu með nýju 3ja anna kerfi. Nú er hafin miðönn, sem stendur fram til loka febrúar, þegar vorönn tekur við.

Kristinn nefndi sérstaklega að skólasókn og einkunnir nemenda hefðu batnað talsvert á haustönn, en hvort það er mynstur sem á eftir að haldast, á eftir að koma í ljós, segir í tilkynningu frá skólanum.

mbl.is