Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu

Skipstjórinn er í varðhaldi lögreglunnar í Namibíu.
Skipstjórinn er í varðhaldi lögreglunnar í Namibíu. Mynd/Skjáskot

Íslenskur skipstjóri hefur verið handtekinn af lögreglunni í Namibíu vegna gruns um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu.

Skipstjórinn, Arngrímur Brynjólfsson, var leiddur fyrir dómara í gær ásamt öðrum skipstjóra sem einnig var handtekinn.

Þetta kemur fram á vef Namibian Broadcasting Corporation (NBC).

Að sögn RÚV starfaði Arngrímur um árabil hjá Samherja. 

Þrír til viðbótar hafa verið handteknir grunaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu á undanförnum tveimur mánuðum, að því er kemur fram á vefsíðunni.

Arngrímur var einn af skipstjórum frystitogarans Baldvins Þorsteinssonar EA í þau tíu ár sem skipið var í eigu Samherja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert