Dyravörður fluttur á bráðadeild eftir árás

Einn dyravörður var fluttur á bráðadeild eftir árásina. Annar kom …
Einn dyravörður var fluttur á bráðadeild eftir árásina. Annar kom þangað sjálfur til að láta gera að sári. mbl.is/Hjörtur

Dyravörður var í nótt fluttur á bráðadeild með sjúkrabifreið eftir að þrír menn réðust gegn honum og tveimur öðrum dyravörðum á veitingastað í miðbænum.

Samkvæmt dagbók lögreglu var tilkynnt um líkamsárásina á öðrum tímanum í nótt, en þá voru dyraverðirnir að vísa mönnunum þremur út af staðnum. Réðust þeir þá á dyraverðina. Sá sem fluttur var á bráðadeild fékk ítrekuð spörk í höfuðið, en annar dyravörður fékk glas í höfuðið. Hann fór einnig á bráðadeild til að láta gera að sári. Þriðji dyravörðurinn var með minni áverka, kúlu og mar við augabrún.

Þegar lögregla kom á vettvang voru mennirnir farnir af vettvangi.

mbl.is