Tilkynning vegna verkfalls

mbl

Verkfall blaðamanna í Blaðamannafélagi Íslands sem starfa á netmiðlum fyrirtækja sem Samtök atvinnulífsins semja fyrir stendur yfir í dag á milli kl. 10 og 22. Verkfallið nær einnig til ljósmyndara og tökumanna í Blaðamannafélagi Íslands hjá sömu fyrirtækjum. Árvakur, útgefandi mbl.is, er meðal þessara fyrirtækja en hin fyrirtækin eru Sýn, Torg og Ríkisútvarpið.

Þetta er þriðja verkfallið af þessi tagi sem boðað hefur verið til og eins og áður verður fréttaþjónusta á mbl.is í allan dag, en fréttirnar skrifa á fyrrnefndu tímabili þeir sem ekki eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands.

mbl.is sinnir afar þýðingarmiklu hlutverki sem fréttamiðill en gegnir um leið mikilvægu öryggishlutverki. Af þessum sökum er allt kapp lagt á að vefurinn loki aldrei, jafnvel þó að úr fréttaflæði kunni að draga í langvarandi verkfalli.

mbl.is