Horfa til þess að fá Jóhannes sem vitni í Namibíu

Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu.
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu. Skjáskot/Kveikur

Namibísk yfirvöld horfa til þess að fá Jóhannes Stefánsson uppljóstrara til þess að bera vitni í Samherjamálinu verði það niðurstaða spillingarlögreglunnar í Namibíu að ákæra í því. Sex einstaklingar eru í varðhaldi vegna málsins, meðal annars fyrrverandi dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra landsins. Þetta hefur namibíski fjölmiðillinn The Namibian eftir Martha Imalwa, ríkissaksóknara landsins.

Fram kemur í frétt The Namibian að þarlend yfirvöld séu í samskiptum við íslensk yfirvöld, en þar sem Jóhannes sé undir vernd hér á landi þurfi að vinna með yfirvöldum áður en hægt sé að kalla hann fyrir sem vitni.

Jóhannes var yfir starfsemi Samherja í Namibíu til ársins 2016, en hann steig svo fram í samstarfi við íslenska miðla og Al Jazeera í umfjöllun um mútugreiðslur til háttsettra embættismanna í staðinn fyrir ódýrt aðgengi að hrossamakrílskvóta.

mbl.is

Bloggað um fréttina