Lokað fyrir umferð í vesturátt á Hellisheiði

Lokað er fyrir umferð í vesturátt á Hellisheiði.
Lokað er fyrir umferð í vesturátt á Hellisheiði. Kort/Vegagerðin

Lokað hefur verið fyrir umferð um Hellisheiði til vesturs vegna bílslyss. Samkvæmt upplýsingum lögreglu keyrði vörubíll aftan á fólksbifreið, en ekki er um alvarlegt slys að ræða.

Hjáleið er um Þrengsli.

Uppfært kl 15:42: Vegagerðin segir að lokað verði fyrir umferð í allavega tvær klukkustundir vegna slyssins.

mbl.is