Lækkanir sem komi tekjuhærri til góða

Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans.
Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans.

Garðabæjarlistinn sat hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar sem afgreidd var á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ í gær. Samþykkt var að lækka fasteignaskatta fyrir árið 2020 en Garðabæjarlistinn segir í raun og veru um að ræða hækkun á þá tekjulægri en lækkun fyrir þá tekjuhærri.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Garðabæjarlistanum.

Þar kemur fram að á sama tíma og fasteignaskattar eiga að lækka sé ákveðið að hækka gjaldskrá Sorpu um sem nemur 10% og það hafi verið ákvörðun sem Garðabæjarlistinn gat ekki staðið með.

Hér er einfaldlega verið að færa til álögur á íbúa þar sem sorphirðugjald er lagt flatt á alla á sama tíma og skattalækkun kemur best við þá tekjuhæstu á meðan skattbyrðar eru færðar á hendur þeirra sem tekjulægri eru,“ segir í yfirlýsingu Garðabæjarlistans.

mbl.is