Ágætt að menn komi sér út úr vanlíðan

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta kom okkur ekki á óvart og hann hefur ekki verið mikill þátttakandi í stjórnarsamstarfinu þessi tvö ár,“ sagði Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vikulokunum á Rás 1, um viðbrögð sjálfstæðismanna við brotthvarfi Andrésar Inga Jónssonar úr þingflokki Vinstri grænna í vikunni.

„Það er ágætt ef menn eru í vanlíðan að koma sér út úr henni með einhverjum hætti,“ sagði Brynjar, sem var gestur Vikuloka ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Guðmundi Andra Thorssyni þingmanni Samfylkingar.

Velkominn í Samfylkinguna

„Okkar faðmur er opinn, bæði gagnvart honum og þeim sem eiga samleið með okkur og vilja vinna með okkur,“ sagði Guðmundur Andri, spurður hvort Andrés Ingi væri velkominn í þingflokk Samfylkingarinnar. Hann sagði að Andrés Ingi hefði komið honum fyrir sjónir sem „góður þingmaður“ og unnið gott starf.

„Ég held að þetta sé mikill missir fyrir stjórnarmeirihlutann að missa Andrés, því hann er gríðarlega öflugur og úrræðagóður þingmaður,“ sagði Guðmundur Andri.

Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar bauð Andrés Inga velkominn til …
Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar bauð Andrés Inga velkominn til samstarfs. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is