Allur gangur á styrkjum til flokka

Nokkur sveitarfélög greiða eingöngu styrki fyrir kosningar.
Nokkur sveitarfélög greiða eingöngu styrki fyrir kosningar. mbl.is/Haraldur Jónasson

Allur gangur er á því hvort sveitarfélög veita stjórnmálasamtökum fjárframlög líkt og þeim ber samkvæmt 5. grein laga nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka.

Að auki hafa fá sveitarfélög sett sér reglur um hvernig veita eigi framlögin, en Samband íslenskra sveitarfélaga, SÍS, undirbýr nú setningu viðmiðunarreglna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í minnisblaði sem Sigurður Á. Snævarr, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs, lagði fram á síðasta stjórnarfundi SÍS er lagt til að fjárhæðin miðist við 150 kr. á hvern íbúa sem hafði kosningarétt í næstliðnum kosningum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert