Atli Már hafði betur í Hæstarétti

Atli Már Gylfason (t.h.) ásamt lögmanni sínum.
Atli Már Gylfason (t.h.) ásamt lögmanni sínum. mbl.is/​Hari

Hæstiréttur Íslands hefur vísað meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn Atla Má Gylfasyni blaðamanni frá dómi. Dómur var kveðinn upp kl. 9 og fagnaði Atli Már niðurstöðunni innilega í dómsal Hæstaréttar.

Upphaflega sýknaði Héraðsdómur Reykjaness Atla í málinu, en Landsréttur sneri dóminum við og dæmdi Atla Má fyrir meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar. Málinu hefur nú verið vísað frá dómi og Guðmundi Spartakusi gert að greiða Atla eina milljón króna í málskostnað fyrir héraðsdómi.

Einnig var Guðmundi Spartakusi gert að greiða málskostnað Atla Más fyrir Landsrétti, 1,6 milljónir króna. Niðurstaða Hæstaréttar verður birt á vef dómstólsins kl. 10. 

Guðmundur Spartakus Ómarsson við aðalmeðferð málsins í Landsrétti.
Guðmundur Spartakus Ómarsson við aðalmeðferð málsins í Landsrétti. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert