Hvassahraun er fjarstæða

Verður Reykjavíkurflugvöllur til frambúðar eða verður honum lokað? Þar liggur …
Verður Reykjavíkurflugvöllur til frambúðar eða verður honum lokað? Þar liggur efinn. mbl.is/Sigurður Bogi

„Hugmyndir um gerð nýs flugvallar í Hvassahrauni sunnan við Reykjavíkurflugvöll eru fjarstæðukenndar og verða aldrei að veruleika,“ segir Þráinn Hafsteinsson, flugstjóri hjá Erni hf.

Margir hafa að undanförnu lagt orð í belg um flugvallarmál, eftir að kynnt var samkomulag ríkis og borgar um að gera einróið með rannsóknir vegna gerðar nýs flugvallar sunnan við Hafnarfjörð. Þar heitir Afstapahraun, þó staðarheitið Hvassahraun sé notað í opinberum gögnum og hafi því unnið sér sess.

Fram hefur komið að ef niðurstöður rannsókna gefi tilefni til verði hægt að taka ákvörðun um flugvallargerð í Hvassahrauni eftir um tvö ár. Áætlað er að 15-17 ár taki að útbúa flugvöll á þessum slóðum, en hann ætti allt í senn að þjóna innanlands-, einka- og kennsluflugi. Hinn valkosturinn í þessu sambandi er að halda áfram með Reykjavíkurflugvöll, en þar þarf úr ýmsu að bæta á næstu árum og verðmiðinn á það er 25 milljarðar króna.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að áætlað sé að fullbúinn flugvöllur í Hvassahrauni, kosti um 44 milljarða kr. en kostnaður við nauðsynlega uppbyggingu í Vatnsmýrinni er um 25 milljarðar kr. Þá verður haldið áfram með uppbyggingu miðstöðvar millilandaflugs í Keflavík sem áætlað er að kosti minnst 160 milljarða kr.

Þráinn Hafsteinsson flugstjóri hjá Erni.
Þráinn Hafsteinsson flugstjóri hjá Erni. mbl.is/Sigurður Bogi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert