„Þetta er hræðilegur veruleiki“

Í Malaví hafa margar ungar stúlkur verið þvingaðar í hjónaband. …
Í Malaví hafa margar ungar stúlkur verið þvingaðar í hjónaband. UN Women hefur unnið markvisst að því að leysa ungar konur og stúlkur úr þeirri ánauð og hefur tekist að rifta 3.500 barnahjónaböndum á tæpum þremur árum. Ljósmynd/Allan Sigurðsson

Allan Sigurðsson fór með UN Women til Malaví í fyrra og myndaði ungar stúlkur sem höfðu verið þvingaðar í hjónaband. UN Women selur nú jólastjörnu og mun ágóðinn nýtast í menntun stúlkna sem hafa verið leystar úr þvinguðum barnahjónaböndum.

„Við vorum að safna heimildaefni um þvinguð barnahjónabönd í Malaví til þess að geta notað í herferðir gegn þeim. Við hittum stelpur sem höfðu verið þvingaðar í barnahjónabönd og einnig stelpur sem höfðu losnað úr þeim. Við hittum líka höfðingja og mæðrahópa sem hjálpa stelpum að losna. Mitt hlutverk var að taka upp myndbönd og svo tók ég líka ljósmyndir,“ segir Allan.

Allan að störfum í Malaví. Hann segir vandasamt að mynda …
Allan að störfum í Malaví. Hann segir vandasamt að mynda fólk í neyð. Ljósmynd/Aðsend

Ótrúlega brotnar stúlkur

„Ég myndaði eina stúlku sem var föst í barnahjónabandi. Hún kom bara heim úr skólanum einn daginn og var þvinguð sautján ára í hjónaband. Hún er nú eldri og á eitt barn og langaði ekki í annað. Þetta er hræðilegur veruleiki hjá þessum stúlkum og ungu konum,“ segir hann.

„Annarri stúlku sem við hittum var bjargað úr hjónabandi og býr nú hjá foreldrum sínum og fer í skóla,“ segir Allan.

Allan hitti mæðrahóp sem hjálpar ungum stúlkum að losna úr …
Allan hitti mæðrahóp sem hjálpar ungum stúlkum að losna úr barnahjónaböndum. Ljósmynd/Allan Sigurðsson

„Á síðustu tæplega þremur árum er búið að rifta 3.500 barnahjónabönd. Það sem UN Women er að gera er að reyna að fræða fólkið þarna; foreldra, höfðingja og stjórnvöld,“ segir hann.

„Maður fann það svo innilega á þeim stúlkum sem enn voru í hjónabandi hvað þeim leið ömurlega. Þegar þær eru þvingaðar í hjónaband er í raun verið að nauðga þeim aftur og aftur. Þær eru ótrúlega brotnar þessar stúlkur.“

Jólastjarna UN Women

Undanfarin ár hefur UN Women á Íslandi boðið fólki að kaupa táknræna jólagjöf sem styður við verkefni UN Women á heimsvísu. Í ár var ákveðið að halda áfram að styðja við verkefni UN Women í Malaví sem hefur það að leiðarljósi að uppræta þvinguð barnahjónabönd.

Allan tók myndina sem prýðir jólastjörnu UN í ár.
Allan tók myndina sem prýðir jólastjörnu UN í ár.

Jólastjarnan kostar 3.500 krónur og dugar sú upphæð stúlku sem leyst hefur verið úr þvinguðu barnahjónabandi fyrir námsgögnum og skólabúningi í eitt skólaár.

Hægt er að kaupa jólastjörnuna í vefverslun UN Women á unwomen.is eða á skrifstofunni.

Greinin í heild er í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »