Leiðindaveður og víða ófært

Víða á Norðurlandi er ill- eða ófært.
Víða á Norðurlandi er ill- eða ófært. Ljósmynd/Vegagerðin

Slæmt út er fyrir kvöldið og nóttina á norðan- og austanverðu landinu og eru vegir víða lokaðir, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Hvass vindur, 13 til 20 m/s og ofankoma er norðan- og austantil.

Á Austurlandi er ófært um Vatnsskarð eystra, búið að loka Fjarðarheiði, Vopnafjarðarheiði, Mývatnsöræfum og Möðrudalsöræfum. Einnig er búið að loka veginum um Öræfasveit undir Vatnajökli.

Áður var greint frá því að búið væri að loka veginum um Öxnadalsheiði, Siglufjarðarveg og Víkurskarð á Norðurlandi. Auk þess er búið að loka veginum um Ljósavatnsskarð.

Gul viðvör­un er í gildi á Strönd­um og Norður­landi, Aust­ur­landi, Suðaust­ur­landi og Miðhá­lendi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert