Einbýlishús víkja fyrir þéttari byggð

Reiturinn. Einbýlishús víkja fyrir blokkum.
Reiturinn. Einbýlishús víkja fyrir blokkum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjárfestar hafa keypt að minnsta kosti 17 einbýlishús á svæðinu í kringum Kópavogsskóla.

Þar af hafa þeir keypt 8 einbýlishúsalóðir við Skólatröð og Álftröð en reiturinn er mitt á milli Kópavogsskóla og Menntaskólans í Kópavogi. Á reitnum verður heimilt að byggja allt að 180 íbúðir.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir uppkaupin á viðkomandi reit hafa hafist fyrir þremur til fjórum árum.

„Nú er þetta komið í ferli. Málið er búið að fá forkynningu og er á leið í auglýsingu. Viðkomandi sendi inn erindi í skipulagsráð að lausn fyrir blettinn sem er að mörgu leyti mjög vel útfærð og tekur að einhverju marki tillit til byggðar sem fyrir er,“ segir Ármann í umfjöllun um þessi áform í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »