Sjóvarnargarður á Nesinu lagfærður

Starfsmenn JG véla nota stórvirka gröfu til viðgerða á sjóvarnargarðinum …
Starfsmenn JG véla nota stórvirka gröfu til viðgerða á sjóvarnargarðinum við Norðurströnd. Fjær sést í hákarlaskúrinn og Gróttuvitann. mbl.is/sisi

Nú standa yfir viðgerðir á sjóvarnargarðinum við Norðurströnd á Seltjarnarnesi, rétt hjá hákarlahjallinum, sem setur svip sinn á umhverfið.

Heildarlengd sjóvarna sem verða endurnýjaðar er um 220 metrar. Oft er brimasamt á þessum stað, enda fyrir opnu hafi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Að sögn Gísla Hermannssonar, sviðsstjóra umhverfissviðs bæjarins, í frétt á heimasíðu hans, hefur sjóvarnargarðurinn á þessum stað látið á sjá og kvarnast verulega upp úr honum á nokkrum stöðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert