Vilja beisla vind á Laxárdalsheiði

Laxárdalsheiði.
Laxárdalsheiði.

Áform eru um að reisa vindorkugarð í landi Sólheima í Dalabyggð og gætu 27 vindmyllur risið á svæðinu í tveimur áföngum með hámarksafköst upp á 115 MW.

Fyrirtækið Quadran Iceland Development ehf. hefur lagt fram tillögu til Skipulagsstofnunar að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum vindorkugarðsins.

Samkvæmt matstillögu er verkefninu við Sólheima skipt í tvo áfanga. Í þeim fyrri yrðu 20 vindmyllur með hámarksafköst upp á 85 MW. Í öðrum áfanga sjö vindmyllur til viðbótar með hámarksafköst upp á 30 MW. Áfangi 2 yrði í biðstöðu þar til afkastagetan næst í raforkukerfinu.

Í tillögunni segir að svæðið búi að góðu aðgengi við vegakerfi og sé með nálæga tengingu við raforkukerfi. Þar kemur fram að æskilegast væri ef verkefnið tengdist kerfinu í gegnum háspennulínur sem eru þegar til staðar á milli aðveitustöðva að Glerárskógum og Hrútatungu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert