Leita betur þegar veður leyfir

„Við höfum tekið reglulega léttar fjöruleitir að undanförnu en það hefur ekki skilað árangri. Það hefur náttúrulega viðrað illa síðustu daga fyrir almennilega leit.“

Þetta segir Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja, í samtali við mbl.is spurður um stöðuna vegna leitar að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur sem talin er hafa fallið í sjóinn við Dyrhólaey. Ekkert hefur spurst til hennar síðan 20. desember.

„Við stefnum náttúrulega á að taka betri leit þegar það fer að viðra betur í von um að það skili einhverju,“ segir Orri en síðast var farin fjöruleit í gærmorgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert