Grunsamlegar mannaferðir á Vesturlandi

mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglunni á Vesturlandi hafa borist nokkrar tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir í umdæminu nú í janúar og í einu tilviki var um innbrot og skemmdarverk að ræða.

Um var að ræða grunsamlegar mannaferðir í Borgarnesi og á Akranesi, en í tilkynningu minnir lögregla íbúa á að hafa varann á sér og muna að læsa dyrum, loka gluggum og læsa geymslum og bílskúrum.

Svo virðist sem þessir aðilar fari um stíga og garða og kanni hvort opið eða ólæst sé hjá fólki. Sérstaklega þarf að passa upp á innganga baka til svo sem frá görðum og einnig passa glugga sem mögulegt væri að komast inn um ef þeir eru ekki vel lokaðir.mbl.is