Mölin rofnaði og vatnið fylltist af sjó

Skarð myndaðist í malarræmuna sem mynda Kollavíkurvatn.
Skarð myndaðist í malarræmuna sem mynda Kollavíkurvatn.

Kollavíkurvatn við Þistilfjörð fylltist af sjó í óveðri um miðjan desember og vegna þrýstings gaf mölin á milli vatns og sjávar sig með þeim afleiðingum að þar er nú um 60 til 70 metra breitt skarð sem fer stækkandi.

Lán í óláni er að þarna getur orðið besta hafnarsvæði norðausturhornsins, að sögn Eiríks Kristjánssonar, bónda í Borgum. Eiríkur hefur búið í Borgum alla sína tíð og man ekki eftir öðru eins brimi. Hann segir að í norðaustan bálviðrinu hafi yfirborð vatnsins hækkað vel á annan metra og sprengt skarð í mölina. Fari allt á versta veg megi ætla að skarðið haldi áfram að stækka og ferskvatnið verði hluti af söltum sjó. „Mölin hefur verið að smáminnka og þar sem vatnið er djúpt hefur sjórinn ýtt henni inn og sópað henni niður,“ segir hann. „Óvíst er að hann nái að grafa hana upp aftur.“

Yfirborð Kollavíkurvatns hefur stundum hækkað vegna úrkomu og einu sinni gerði Eiríkur frárennsli á öðrum stað í mölinni til þess að bjarga æðarvarpinu. Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir hann að sjórinn hafi áður gert skarð í mölina en þá hafi verið að minnsta kosti metri niður í vatn og ekki runnið úr því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert