Stór jarðskjálfti úti fyrir Reykjanesi

Nokkrir eftirskjálftar hafa mælst, flestir milli 2 og 3 að …
Nokkrir eftirskjálftar hafa mælst, flestir milli 2 og 3 að stærð. Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti af stærðinni 4,0 varð um 70 kílómetra suðvestur af Reykjanestá klukkan 14:17 í dag. Áður höfðu nokkrir aðrir skjálftar mælst á svæðinu þar á meðal af stærðinni 3,8 og 3,2.

Engar tilkynningar hafa borist um að skjálftarnir hafi fundist, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.

mbl.is