Á gangi eftir flugbraut í nótt

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/Árni Sæberg

Tilkynnt var til lögreglunnar um mann fara yfir girðingu Reykjavíkurflugvallar á þriðja tímanum í nótt og var maðurinn á göngu eftir flugbraut þegar lögreglan kom á vettvang. Maðurinn var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Maðurinn er grunaður um að raska öryggi loftfara og húsbrot. Sami maður var einnig handtekinn rúmlega 13 tímum áður fyrir sama brot og einnig búið að hafa afskipti af honum þar sem hann gat ekki greitt gjald fyrir akstur leigubifreiðar fyrr um kvöldið.

Seint í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í Austurbænum (hverfi 108) til lögreglunnar. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaðurinn var vistaður fyrir  rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Síðdegis í gær var bifreið stöðvuð í Austurbænum (hverfi 104) en hún var án skráningarnúmera og ótryggð. Eigandinn var að selja bifreiðina og væntanlegur kaupandi að aka bifreiðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert