Opinberar framkvæmdir fyrir 132 milljarða

Meðal framkvæmda á árinu er uppbygging Landspítala.
Meðal framkvæmda á árinu er uppbygging Landspítala. mbl.is/Kristinn Magnússon

Opinberir framkvæmdaaðilar kynna í dag verklegar framkvæmdir upp á samtals 132 milljarða á þessu ári á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins, sem er nú haldið í tuttugasta skiptið. Er þetta aukning upp á fjóra milljarða frá því í fyrra.

Í erindi Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra samtakanna, kemur fram að mest aukning sé af hálfu Vegagerðarinnar, en þar verða útboð upp á tæpa 39 milljarða og hækkar um 17 milljarða milli ára. Sagði Sigurður þessa aukningu endurspegla vel samgönguáætlun og fjárlög.

Næststærstir í framkvæmdum eru Isavia með áætlaðar framkvæmdir upp á 21 milljarð á árinu, Reykjavíkurborg með 19,6 milljarða og Landspítalinn með 12 milljarða. Þá áætlar Landsnet framkvæmdir upp á 11,7 milljarða, Framkvæmdasýsla ríkisins áætlar framkvæmdir upp á 9,3 milljarða og Veitur upp á 8,8 milljarða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert