Hægt er að hefja fjögur ofanflóðaverkefni á árinu

Snjóflóðavarnir við Neskaupstað
Snjóflóðavarnir við Neskaupstað Ljósmynd/Ingólfur Guðmundsson

Hægt væri að hefja framkvæmdir við fjögur verkefni við ofanflóðamannvirki á þremur stöðum á landinu strax á þessu ári, en heildarkostnaður við þau er áætlaður um fjórir milljarðar kr. Þetta segir Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Til viðbótar eru tvö önnur verkefni í gangi í dag.

Guðrún fór í gær, á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins, yfir framkvæmdamál ríkisins og þau verkefni sem væru í gangi eða búast mætti við á þessu ári.

Kom þar fram að áætluð útboð á vegum ráðuneyta og Alþingis á þessu ári væru áætluð 9,3 milljarðar og þar af væri framkvæmdasýslan með 7,5 milljarða af því. Er þar um að ræða allt frá endurbótum á skrifstofum eða hjúkrunarheimilum yfir í endurnýjun á ráðuneytisbyggingum, nýbyggingu á gestastofum í þjóðgörðum og viðhald á ratsjárstöð.

Fullhannaðar ofanflóðavarnir sem myndu kosta 4 milljarða kr.

Þá nefndi Guðrún að í ljósi tíðinda síðustu vikur af ofanflóðum á Vestfjörðum væri hægt að ýta af stað fjórum verkefnum í ofanflóðavörnum sem þegar væru fullhannaðar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál  þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert