Stefán sagður vilja verða útvarpsstjóri

Stefán Eiríksson hefur gegnt starfi borgarritara.
Stefán Eiríksson hefur gegnt starfi borgarritara. mbl.is/Styrmir Kári

Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er meðal umsækjenda um starf útvarpsstjóra, samkvæmt frétt Kjarnans, sem hefur eftir heimildum. Sjálfur vildi hann þó ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

41 sótti um starfið en búist er við því að tilkynnt verði um nýjan útvarpsstjóra í næstu viku.

Starfið var aug­lýst laust til um­sókn­ar 15. nóv­em­ber eft­ir að Magnús Geir Þórðar­son sagði starfi sínu lausu og var svo skipaður Þjóðleik­hús­stjóri frá og með ára­mót­um. Capacent hefur umsjón með ráðningarferlinu, en nöfn umsækjenda hafa ekki verið gefin upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina