Búnaðarstofa á tvist og bast

Fjárrekstur á fjöllum.
Fjárrekstur á fjöllum. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Óánægju gætir með að verkefnum búnaðarstofu, sem nýlega voru flutt frá Matvælastofnun til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, hafi verið dreift á deildir þess í stað þess að vista þau á skrifstofu landbúnaðar og matvæla eins og áformað var.

Á búnaðarstofu er safnað upplýsingum um búfjárhald, beingreiðslur fyrir framleiðslu greiddar út og fleira. Þessu er nú sinnt á skrifstofu fjárlaga og þjónustu í atvinnuvegaráðuneyti, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir mikilvægt að búnaðarstofa sé áfram sjálfstæð stofnun því þangað þurfi bændur oft að leita og ákvarðanir þar þurfi að vera hægt að kæra til æðra stjórnvalds, það er ráðuneytis, sem nú sé ekki lengur mögulegt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert