World Class með 49 þúsund korthafa

Björn Leifsson hefur síðustu áratugi byggt upp World Class-veldið.
Björn Leifsson hefur síðustu áratugi byggt upp World Class-veldið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björn Leifsson, stofnandi og einn eigenda World Class á Íslandi, segir lág æfingagjöld eiga þátt í vaxandi vinsældum keðjunnar síðustu árin.

Veltan hafi aukist um 20% árið 2018 og um 10% í fyrra og það sem af er ári. Fyrir vikið séu korthafarnir orðnir 49 þúsund talsins.

Björn og félagar hafa mörg járn í eldinum. Tvær nýjar stöðvar munu bætast við á þessu ári, í Vatnsmýri og á Hellu, og til skoðunar er að byggja 18. stöðina í Keflavík.

Engin dæmi eru um að líkamsræktarstöðvar hafi átt viðlíka velgengni að fagna á Íslandi síðan þær fyrstu voru stofnaðar á 8. áratugnum. Rekstur þeirra var gjarnan þungur og endaði ósjaldan í gjaldþroti. World Class á Íslandi hefur frá stofnun 1985 hins vegar siglt í gegnum nokkrar niðursveiflur á Íslandi og síðustu ár skilað hagnaði, til dæmis hálfum milljarði króna árið 2018, að því er fram kemur í umfjöllun um fyrirtækið  í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert