Mötuneyti lokuð og sorphirða frestast

Starfsemi leikskóla verður skert ef ekki næst að semja.
Starfsemi leikskóla verður skert ef ekki næst að semja. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stéttarfélagið Efling hefur boðað til verkfallsaðgerða á morgun sem munu hafa víðtæk áhrif á 63 leikskóla borgarinnar, hjúkrunarheimili, þjónustuíbúðir og sorphirðu í borginni.

Matarþjónusta verður með ólíkum hætti milli leikskóla en eldhúsum hjúkrunarheimila verður lokað.

Efling samþykkti undanþágu frá verkfalli fyrir um 245 stöðugildi af 450 á velferðarsviði fyrir starfsfólk Eflingar sem sinnir umönnun fatlaðs fólks, aldraðra á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum, barna og þeirra er þurfa á neyðarþjónustu að halda í gistiskýlum.

Eflingarfólk starfar á 129 starfsstöðvum hjá Reykjavíkurborg og starfa 1.000 félagsmenn á skóla- og frístundasviði. Í heildina tekur verkfallið til 1.850 starfsmanna borgarinnar. Sorphirða og umhirða borgarlands, til dæmis snjóhreinsun og hálkuvarnir, fellur niður á verkfallsdögum.

Samninganefnd Eflingar fundar með Reykjavíkurborg í dag. Náist ekki að semja verður farið í fyrrgreindar verkfallsaðgerðir, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert