Verk að vinna í endurvinnslu

Miðað er við að endurnotkun og endurvinnsla úrgangs frá heimilum verði 50% á þessu ári. Fyrir árið 2018 var þetta hlutfall 28% hérlendis og því ljóst að talsvert er í land svo markmiðinu verði náð.

Endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs var 33% árið 2016 og einnig 2017. Endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs var 33% árið 2016 og einnig 2017.

Í bréfi sem Umhverfisstofnun hefur ritað sveitarfélögum kemur jafnframt fram að samkvæmt EES-skuldbindingum verður krafa um 55% endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs 2025. Það hækkar síðan í 60% 2030 og 65% árið 2035.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Steinunn Karlsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ekki útlit fyrir að 50% viðmið náist í ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert