Bílbruni í Grafarholti

Eldur kom upp í bíl fyrir framan fjölbýlishús við Kristnibraut í Grafarholti um kl. 18 í dag. Mikill reykur kom frá bílnum og fékk slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu margar hringingar frá fólki í grenndinni sem hélt að kviknað væri í fjölbýlishúsinu. 

Svo reyndist hins vegar ekki vera og einungis bifreiðin brann. Slökkviliðsmenn náðu að slökkva eldinn fljótlega eftir að þeir komu á staðinn, en bíllinn er sagður ónýtur.

Örlítill reykur barst inn í stigagang fjölbýlishússins og hann þurfti að reykræsa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert