Breikkun Reykjanesbrautar er á áætlun

Framkvæmdir við Reykjanesbraut í Hafnarfirði.
Framkvæmdir við Reykjanesbraut í Hafnarfirði. mbl.is/Árni Sæberg

Framkvæmdir við breikkun Reykjanesbrautar á 3,2 kílómetra kafla í Hafnarfirði eru á áætlun, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Starfsmenn Ístaks vinna verkið með stórvirkum vélum eins og vegfarendur hafa tekið vel eftir.

Kaflinn sem breikkaður er liggur frá Kaldárselsvegi vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót. Vegagerðin og Ístak skrifuðu vorið 2019 undir samning um verkið. Samningsupphæðin við Ístak var krónur 2.106.193.937.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert