Atvinnulausum fjölgaði um rúmlega þúsund í janúar

Atvinnulausum fjölgaði um þúsund milli mánaða, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar.
Atvinnulausum fjölgaði um þúsund milli mánaða, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. mbl.is/Árni Sæberg

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru 9.618 manns án atvinnu í lok janúarmánuðar, og fjölgaði þeim um rúmlega þúsund manns frá því í lok desember 2019. Hafa ekki jafnmargir verið án atvinnu í mánaðarlok skv. tölum stofnunarinnar síðan í maí 2012.

Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir í samtali við Morgunblaðið að atvinnuleysi sé að aukast álíka mikið innan allra bakgrunnshópa, þ.e.a.s. hvað varðar kyn, aldur, erlenda og innlenda ríkisborgara og menntahópa. Þá sé atvinnuleysi að aukast um land allt.

Í janúarskýrslu Vinnumálastofnunar kemur einnig fram að 3.836 erlendir ríkisborgarar voru án atvinnu í lok janúar en þeir voru 2.080 í lok janúar 2019. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »