Ný sjúkravél Mýflugs komin til landsins

Nýja vélin er komin til landsins.
Nýja vélin er komin til landsins. Ljósmynd/Aðsend

Þetta er eins og með bíla þó það sé ekki hægt að bera saman viðhald á bíl og flugvél,“ segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, en flugfélagið fékk í gær til sín nýja flugvél sem á að sinna sjúkraflugi.

Vélin, Beechcraft B250 King Air, lenti á Akureyri í gær síðdegis.

Nýja flugvélin mun leysa aðra eldri af hólmi.
Nýja flugvélin mun leysa aðra eldri af hólmi. Ljósmynd/Aðsend

Leifur segir að hún muni leysa eldri vél af hólmi í sjúkrafluginu og í grunninn sé ekki um mikla breytingu að ræða.

„Vissulega eru ákveðnar uppfærslur en það er annar búnaður í nýju vélinni og hún er mun fullkomnari en hin,“ segir Leifur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert