Próflausir þurfa að sækja námskeið

Sú breyting var gerð með nýjum umferðarlögum um síðustu áramót …
Sú breyting var gerð með nýjum umferðarlögum um síðustu áramót að þeir sem sviptir hafa verið fullnaðarskírteini þurfa nú að sækja námskeið til að fá rétt til að sækja um endurupptöku ökuréttinda. mbl.is/Hanna

„Margir eru spennufíklar í umferðinni eða með einhverjar ranghugmyndir. Við erum ekki að fara að gerast einhverjir siðapostular, við reynum bara að fræða þetta fólk á jákvæðu nótunum,“ segir Grímur Bjarndal ökukennari.

Sú breyting var gerð með nýjum umferðarlögum um síðustu áramót að þeir sem sviptir hafa verið fullnaðarskírteini þurfa nú að sækja námskeið til að fá rétt til að sækja um endurupptöku ökuréttinda. Á þetta við þá sem sviptir hafa verið ökuréttindum lengur en í 12 mánuði, þá sem sviptir eru vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í annað sinn og þá sem sviptir eru vegna fjölda punkta. Fyrsta námskeiðið hefst nú á miðvikudaginn í umsjá Gríms Bjarndal en nánari upplýsingar um það er að finna á vef Samgöngustofu. Námskeiðið kallast „Akstur, áfengi, fíkniefni og aðrir áhættuþættir í umferðinni?“ Svipuð námskeið, einkum ætluð ungum ökumönnum, hafa verið haldin í rúman áratug.

Nokkur óvissa hefur verið um útfærslu þessa nýja ákvæðis og fyrir vikið hefur ekki verið hægt að halda slíkt námskeið fyrr en nú. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur verið ákveðið að allir sem voru án ökuréttinda 1. janúar skuli sækja námskeið þetta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »