Enn deilt um Elliðaárdal

Í Elliðaárdal í Reykjavík.
Í Elliðaárdal í Reykjavík. mbl.is/​Hari

Mikillar óánægju gætir meðal borgarfulltrúa minnihlutans í Reykjavíkurborg vegna tillögu að deiliskipulagi fyrir Elliðaárdal sem meirihluti borgarráðs samþykkti að setja í auglýsingu sl. fimmtudag.

Fulltrúar meirihlutans eru m.a. sakaðir um að stunda ógegnsæ vinnubrögð og að hundsa vilja borgarbúa án haldbærra skýringa. Borgarfulltrúi Miðflokksins vill að ríkið friðlýsi Elliðaárdalinn „til þess að koma dalnum úr klóm meirihlutans“.

Í tillögunni sem meirihlutinn samþykkti um deiliskipulagið eru afmörkuð og skilgreind hverfisverndarsvæði í dalnum og grein gerð fyrir helstu göngu- og hjólastígum og nýjum þverunum yfir Elliðaárnar auk þess sem útivistar- og áningarstaðir eru skilgreindir. Tillagan gerir ekki ráð fyrir nýjum byggingum í dalnum „nema á rafstöðvarsvæðinu“ eins og það er orðað í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata.

Vilja sjá meiri sátt

Gagnrýni minnihlutans snýr einna helst að því að svæðið sem hefur verið nefnt Stekkjarbakki Þ73 er ekki hluti af Elliðaárdalnum samkvæmt drögum að deiliskipulagi.

„Upphaflega var gert ráð fyrir því að Stekkjarbakkinn væri hluti af Elliðaárdalnum en nú er búið að skera hann í burtu. Við hefðum viljað sjá borgargarðinn stærri og meiri sátt um mörkun dalsins,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið. Undir það tekur Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert