Engin bjartsýni

Loðnuskip Polar Amaroq.
Loðnuskip Polar Amaroq. mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Erfitt er að segja til um magnið en það er alls engin bjartsýni komin í okkur,“ segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, um mat á mælingu á loðnutorfum sem fundust á afmörkuðu svæði suður og suðvestur af Papey um helgina.

Búist er við að niðurstöðurnar verði gefnar út árdegis í dag. Sjómenn og útvegsmenn uppsjávarveiðiskipa hafa bundið með sér vonir um að þessi mæling dugi til að veiðikvóti verði gefin út í ár. Það er ekki líklegt, ef marka má fyrri mælingar og tilfinningu Guðmundar.

Polar reynir við torfuna

Í Morgunblaðinu í dag segir Guðmundur að fjárveitingar sem Hafró hafi til loðnumælinga í ár séu uppurnar og bæði rannsóknarskipin haldi næst í togararall.

Eigi að síður hélt grænlenska uppsjávarveiðiskipið Polar Amaroq úr höfn í gær til að reyna að ná annarri mælingu á loðnugönguna. Ferðin er á vegum útgerðarinnar en í samvinnu við Hafró þó að stofnunin sé ekki með mann um borð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »