Eitt barn meðal Íslendinga í sóttkví

H10 Costa Adeje Palace hótelið á Tenerife.
H10 Costa Adeje Palace hótelið á Tenerife. Skjáskot af Bookings

Tíu Íslendingar, þar af eitt barn, eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hót­el­inu á Teneri­fe vegna kór­ónu­veiru­smits sem greind­ist meðal fjög­urra gesta á hót­el­inu.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á blaðamannafundi sem haldinn var síðdegis vegna kórónuveirunnar COVID-19.

„Þau höfðu ekki yfir neinu að kvarta, nema óþægilegum aðstæðunum að vera í sóttkví, þegar ég ræddi við þau símleiðis,“ sagði Þórólfur á blaðamannafundinum.

Vopnuð lög­regla stend­ur vörð um hót­elið og gæt­ir þess vand­lega að eng­inn fari hvorki út né inn. 

Sjö Íslendinganna eru vegum Vita-ferða og þrír á eigin vegum.

mbl.is

Kórónuveiran

8. apríl 2020 kl. 13:00
1616
hafa
smitast
633
hafa
náð sér
39
liggja á
spítala
6
eru
látnir