Aukinn stuðningur við listamannalaun

Listamannalaun stuðla að atvinnumennsku í listum.
Listamannalaun stuðla að atvinnumennsku í listum. mbl.is/​Hari

Meirihluti landsmanna er fylgjandi því að ríkið greiði listamönnum starfslaun og hefur stuðningur við launin farið úr 39% í 58% á undanförnum áratug.

Það er niðurstaða könnunar sem MMR gerði fyrir Launasjóð listamanna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Sterk fylgni er milli menntunar og jákvæðrar afstöðu til listamannalauna. 44% svarenda með grunnskólapróf eru fylgjandi laununum, 54% þeirra sem lokið hafa framhaldsskólanámi og 73% þeirra sem lokið hafa háskólanámi. Lágt hlutfall stjórnenda, 42%, styður þó launin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »