Blaðamannafundur vegna kórónuveiru

Frá blaðamannafundinum í dag.
Frá blaðamannafundinum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir héldu blaðamannafund klukkan 14 í húsakynnum almannavarna í Skógarhlíð 14. Tilefnið, líkt og blaðamannafundir sem haldnir voru á miðvikudag, fimmtudag og föstudag, er útbreiðsla kórónuveiru.

Á fræðimáli heitir þessi nýja kórónuveira SARS-CoV-2 og veldur hún sjúkdómi sem gefið hefur verið nafnið COVID-19. Þrjú tilfelli smits hafa verið staðfest hér á landi til þessa, einn karlmaður greindist með veiruna á föstudag og í gærkvöldi tilkynntu yfirvöld að karl og kona væru smituð af veirunni.

Fólkið er allt búsett á höfuðborgarsvæðinu, en um 260 manns eru nú í sóttkví á landinu. Hér að neðan verður sagt frá því sem fram kemur á blaðamannafundinum í Skógarhlíð í beinni textalýsingu. 

 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert