Hafa virt að vettugi tilmæli um sóttkví

Ekki hafa allir farið eftir tilmælum yfirvalda.
Ekki hafa allir farið eftir tilmælum yfirvalda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eitthvað hefur verið um það að fólk hafi montað sig af því á netinu að hafa laumast heim til Íslands frá Ítalíu í gegnum London og mætt í vinnuna og virt þannig að vettugi tilmæli yfirvalda um að vera í sóttkví heima hjá sér vegna kórónuveirunnar.

„Ég skil ekki hvernig svona fólk getur horft framan í vinnufélagana sína, ég bara átta mig ekki á því,“ sagði Víðir Reynisson, hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sitja …
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sitja fyrir svörum ásamt Ölmu D. Möller landlækni og Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra flæðisviðs Landspítala. mbl.is/Arnþór

Almannavarnadeild hefur sett sig í samband við fólk sem hefur gert þetta og hefur það brugðist vel við ábendingum. „Menn átta sig á alvörunni en hafa kannski ekki gert það fyrir,“ sagði hann.

mbl.is