Vonar að hann losni

Páll Matthíasson mætti á blaðamannafund í samhæfingarmiðstöðinni til að segja …
Páll Matthíasson mætti á blaðamannafund í samhæfingarmiðstöðinni til að segja frá áhrifum kórónuveirunnar á starfsemi spítalans. Um fjörutíu starfsmenn eru í sóttkví, þar af nokkrir í einangrun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrsti Íslendingurinn sem smitaðist af kórónuveirunni vonast til að losna úr einangrun á morgun, fimmtudag, þegar niðurstöður rannsókna á sýni sem tekið verður við fyrirhuguð lok einangrunar liggur fyrir. Yfirvöld hafa ekki enn gefið neitt út um það að einhver þeirra sem hafi veikst hér á landi og verið í einangrun hafi náð sér.

Fram kemur á yfirliti um stöðu kórónuveirunnar í heiminum, sem Johns Hopkins-háskólinn uppfærir stöðugt, að einn af þeim 69 sem smitast hafi á Íslandi hafi náð sér. Alma D. Möller landlæknir segir þessar upplýsingar „ekkert til að hengja sig í“ og bætir við: „Við eigum eftir að ákveða þetta. Það er ekki liðinn nógu langur tími til að við getum tjáð okkur um þetta.“

Í dag eru liðnir tólf dagar frá því fyrsti einstaklingurinn greindist með veiruna hér á landi, Íslendingur sem var að koma úr skíðaferð á Norður-Ítalíu, og tíu dagar frá því að hann varð einkennalaus. Stefnt er að því að tekið verði stroksýni úr honum í dag, miðvikudag, og maðurinn reiknar með að niðurstaða úr rannsókn á því liggi fyrir á morgun, fimmtudag, og hann verði þá vonandi laus úr einangrun.

Maðurinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að veikin hafi allan tímann verið frekar væg, að því er fram kemur í  Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert