Allt á kafi fyrir norðan

Frá því í desember hefur varla hætt að snjóa á Norðurlandi og snjóruðningstæki hafa varla undan að koma snjónum af götunum til að greiða fyrir umferð. Snjóhengjur lafa neðan af þökum húsa og byrgja oft sýn út um rúður. 

Í myndskeiðinu, sem tekið var með dróna um helgina, er flogið yfir bæinn og þar sést ágætlega hvarsu mikill snjór hefur safnast upp fyrir norðan.

Snjóhengjurnar ná stundum vel niður fyrir gluggana.
Snjóhengjurnar ná stundum vel niður fyrir gluggana. mbl.is/Hallur Már
Akureyringar eru vel æfðir í skafa bílana eftir veturinn.
Akureyringar eru vel æfðir í skafa bílana eftir veturinn. mbl.is/Hallur Már
Víða er ekki langt í að umferðarskiltin hverfi alveg ofan …
Víða er ekki langt í að umferðarskiltin hverfi alveg ofan í snjóinn. mbl.is/Hallur Már
Það er ágætt að hafa skíðastafina með í göngutúrunum fyrir …
Það er ágætt að hafa skíðastafina með í göngutúrunum fyrir norðan. mbl.is/Hallur Már
Fannfergið er friðsælt á góðviðrisdögum.
Fannfergið er friðsælt á góðviðrisdögum. mbl.is/Hallur Már
mbl.is