588 tilfelli greind af kórónuveirunni

Alls eru 588 eru smitaðir af kór­ónu­veirunni á Íslandi sam­kvæmt nýj­um töl­um á vefn­um covid.is. En smitum hefur aðeins fjölgað um 21 frá því fyr­ir sól­ar­hring. Á móti kemur hins vegar að næstum helmingi færri sýni voru tekin í gær, eða um 183 sýni á móti 350 sýnum daginn þar á undan.

Alls eru 6.816 í sótt­kví en 1.193 hafa lokið sótt­kví. Tek­in hafa verið 10.301 sýni og fjórtán eru á sjúkra­húsi. Upp­lýs­ing­ar um fjölda smitaðra eru birt­ar á vefn­um covid.is klukk­an 13 á hverj­um degi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Kórónuveiran

9. apríl 2020 kl. 13:10
1648
hafa
smitast
688
hafa
náð sér
11
liggja á
spítala
6
eru
látnir