Kanínuhræin send í sýnatöku

Fjölmargar kanínur eru Elliðaárdalnum.
Fjölmargar kanínur eru Elliðaárdalnum.

Meindýraeyðir Reykjavíkurborgar hefur hirt alls 51 hræ af kanínu í Elliðaárdal á síðustu tveimur dögum. Af þessum hræjum hefur Matvælastofnun sent 10 þeirra í sýnatöku og krufningu á Keldur. Stofnuninni barst fjölda ábendinga um dauðar kanínur í dalnum bæði frá almenningi sem og frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Greint verður frá niðurstöðunni um leið og hún liggur fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Fyrr í dag ræddi mbl.is við Mar­gréti Sif Sig­urðardótt­ur, sem er ein þeirra sem fer í hverri viku að gefa kan­ín­um í Elliðaár­daln­um að éta, og ótt­ast hún að eitrað hafi verið fyr­ir kan­ín­un­um í daln­um. Eng­ar dauðar kan­ín­ur sé að finna í sjálf­um skóg­in­um, bara á og í kring­um göngu- og hjóla­stíg­inn. 

mbl.is