Lítið smit á meðal barna

Blaðamannafundur vegna kórónuveirunnar. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller og …
Blaðamannafundur vegna kórónuveirunnar. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Unnur Sverrisdóttir. Ljósmynd/Lögreglan

Smithætta á kórónuveirunni milli barna virðist ekki vera mikil. Alls hafa 3 börn yngri en 10 ára greinst. Af 268 sýnum sem veirudeild Landspítala hafa greint úr börnum yngri en 10 ára greindust þrjú þeirra með veiruna. Þetta er um 1%. Hins vegar hefur ekkert barna af þeim 433 sem komu til sýnatöku til Íslenskrar erfðagreiningar greinst með veiruna. 

Þetta kom fram á blaðamannafundi um kórónuveiruna í dag. Fundinn sátu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yf­ir­lög­regluþjónn og Unnur Sverr­is­dótt­ir for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar. Unnur fjallaði um aðgerðir stofn­un­ar­inn­ar vegna þeirra stöðu sem upp er kom­in og blas­ir við vegna COVID-19.

„Út frá þessum tölum er ekkert sjáanlegt verulegt smit milli barna. Þessi umræða um mikið smit og smithættu í skólum virðist ekki í raungerast í þessum tölum sem við sjáum núna hvað sem síðar verður,“ segir Þórólfur.  

Af því sögðu telur hann að við séum á réttri leið. Hann ítrekar að þeir sem greinast eru þegar í sóttkví. Það eru vísbendingar um að gripið sé til réttra aðgerða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert