Sérsveitin kölluð út vegna vopnaðs manns á Rekagranda

mbl.is/Eggert

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út á tíunda tímanum í kvöld vegna manns sem vopnaður er hnífi í stigagangi í fjölbýlishúsi á Rekagranda í Vesturbæ Reykjavíkur. 

Aðgerðir standa enn yfir og RÚV hefur eftir Rafni Hilmari Guðmundssyni, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að lögregla sé í sambandi við manninn. Engin hætta er talin vera á ferðum fyrir íbúa eða aðra í nágrenninu. 

Uppfært klukkan 23:54:

Sjúkraflutningamenn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru til taks á sjúkrabíl í nágrenninu a ósk lögreglu en frekari aðstoðar hafði ekki verið óskað skömmu fyrir miðnætti. 

Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert