802 hafa greinst með veiruna

Skimað er fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Skimað er fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls hafa 802 greinst með kór­ónu­veiruna hér á landi og er þetta fjölg­un um 65 á ein­um sól­ar­hring en þetta eru mun færri sem hafa greinst í dag miðað við gærdaginn. Þetta kem­ur fram í nýbirt­um töl­um á covid.is.

Sam­tals eru 734 í ein­angr­un. Fimmtán eru á sjúkra­húsi og 68 hafa jafnað sig eft­ir að hafa fengið veiruna. Fram kom á mbl.is fyrr í dag þrír einstaklingar eru í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans.

9.889 manns eru í sótt­kví og 2.427  hafa lokið sótt­kví. 12.615 sýni hafa verið tek­in.

Flestir sem greinast eru á aldursbilinu 40 til 49 ára eða 191 talsins. Fjórir einstaklingar yfir áttrætt hafa greinst með veiruna og þar af eru þrír eldri en nírætt. 

Veiran hefur greinst í öllum landshlutum. Flestir sem hafa greinst með veiruna eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu eða 620 og þar eru 5.113 í sóttkví. Á Suðurlandi eru 92 með veiruna og 1.181 í sóttkví og níu smit eru óstaðsett. 




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert