Björguðu fólki af Öxnadalsheiði

Mynd úr safni af björgunarsveitarbifreið.
Mynd úr safni af björgunarsveitarbifreið. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Lögreglan á Akureyri þurfti að kalla út björgunarsveitir á Akureyri og Varmahlíð seint í gærkvöldi vegna ófærðar á Öxnadalsheiði en þar höfðu ökumenn lent í vandræðum. Meðal annars flutningabíll og smærri bifreiðar. 

Öxnadalsheiðin er ófær og þæfingur er á Vatnsskarði. Búast má við dimmum éljum og skafrenningi á fjallvegum og því geta akstursskilyrði versnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert