MS vill áfrýja til Hæstaréttar

Ari Edwald.
Ari Edwald. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Mjólkursamsalan telur óhjákvæmilegt að Hæstiréttur Íslands fjalli um dóm Landsréttar sem staðfesti dóm héraðsdóms um að MS beri að greiða 480 milljónir kr. í sekt til ríkisins vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu og brota á upplýsingaskyldu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ari Edwald forstjóri að MS muni leita eftir heimild til áfrýjunar til Hæstaréttar.

Í dómi Landsréttar segir að Mjólkursamsalan sé í markaðsráðandi stöðu og hafi selt Kaupfélagi Skagfirðinga hrámjólk á allt að 17% lægra verði en öðrum fyrirtækjum. Sama varan hafi því verið seld ólíkum aðilum á mjög mismunandi verði og hafi það veikt samkeppnisstöðu þeirra sem hærra verðinu sættu. Ekki séu fyrir hendi hlutlægar ástæður er réttlæti verðmismuninn. Taldi Landsréttur ótvírætt að MS hefði brotið gegn samkeppnislögum. Telja yrði brotið alvarlegt auk þess sem það hefði staðið lengi og verið „augljóslega mjög til þess fallið að raska samkeppnisstöðu“. Þá hefði brotið lotið að mikilvægri neysluvöru og snert á þann hátt allan almenning á Íslandi.

Skapar óvissu um hagræðingu

„Þessi niðurstaða Landsréttar kemur Mjólkursamsölunni mjög á óvart, enda telur fyrirtækið sig hafa farið að öllu leyti að lögum við framkvæmd á samstarfi til að hagræða og lækka verð á mjólkurvörum til neytenda,“ segir Ari Edwald. „Þessi niðurstaða Lands­rétt­ar kem­ur Mjólk­ur­sam­söl­unni mjög á óvart, enda tel­ur fyr­ir­tækið sig hafa farið að öllu leyti að lög­um við fram­kvæmd á sam­starfi til að hagræða og lækka verð á mjólk­ur­vör­um til neyt­enda,“ seg­ir Ari Edwald. „Að mínu mati er al­veg ljóst að túlk­un Lands­rétt­ar á ákvæðum bú­vöru­laga skap­ar mikla óvissu um heim­ild­ir afurðastöðva í mjólk­uriðnaði til að hagræða og lækka vöru­verð með verka­skipt­ingu. Slík verka­skipt­ing fær ekki staðist nema með jöfn­un fram­legðar milli þeirra sem taka þátt í verka­skipt­ing­unni. Að öðrum kosti er eng­inn til­bú­inn að taka að sér að fram­leiða þær vör­ur sem gefa minnst af sér. Mjólk­ur­sam­sal­an tel­ur því óhjá­kvæmi­legt að Hæstirétt­ur Íslands fjalli um þetta mál og mun leita eft­ir heim­ild til áfrýj­un­ar þangað.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »