Símtöl til Neyðarlínu færri en lengri

Samfélagið er talsvert rólegra en venjulega.
Samfélagið er talsvert rólegra en venjulega. mbl.is/Eggert

Ekki er að sjá að símtölum til Neyðarlínunnar hafi fjölgað vegna kórónuveirufaraldursins, enda er samfélagið allt miklu rólegra en áður.

Þetta kemur fram í stöðuskýrslu almannavarna. Þar eru sýnd tvö gröf sem sjá má hér að neðan. Efra grafið sýnir fjölda símtala á dag í febrúar og mars á þessu ári til samanburðar við febrúar og mars á síðasta ári.

Neðra grafið sýnir lengd símtala hvern dag, en það sýnir að símtöl eru að lengjast. Í stöðuskýrslunni segir að Neyðarlínan sé betur mönnuð og hafi rýmri tíma til að afgreiða hvert tilfelli. Eins megi gera ráð fyrir að bráðaslysum hafi fækkað.

Kort/Neyðarlínan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert