Fjölga sumarstörfum

Kópavogsbær.
Kópavogsbær. mbl.is/Baldur

Sumarstörfum fyrir ungt fólk verður fjölgað í Kópavogi, þar sem áhersla verður lögð á fjölbreytni og hvatt til nýsköpunar og skapandi starfa.

Leitað verður eftir samstarfi við Nýsköpunarsjóð námsmanna um útfærsluna og stofnað verður til velferðarvaktar og sumarúrræði fyrir börn í 1.-5. bekk verða aukin. Þetta er meðal aðgerða sem samþykktar voru í bæjarstjórn Kópavogs í gær til að koma til móts við íbúa og fyrirtæki vegna áhrifa kórónuveirunnar.

Flýta á viðhalds- og nýframkvæmdum svo sem framkvæmdum og viðhaldi íþróttamannvirkja og framkvæmdum sem tengjast íbúaverkefninu Okkar Kópavogi. Endurgerð Kópavogshælisins og gatnaframkvæmdum, auk viðhaldsframkvæmda við göngu- og hjólreiðastíga með bætta lýsingu og aukið öryggi í huga, verður flýtt.

Áður hafði bæjarráð samþykkt að veita afslátt af þjónustugjöldum leik- og grunnskóla og frístundaheimila þar sem þjónusta hefur ekki verið nýtt vegna veirufaraldursins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert